Fluttur á HSS eftir vinnuslys
Maður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í morgun eftir að hafa orðið fyrir vinnuslysi.
Hann var við kjarnaborun í Reykjanesbæ þegar borinn festist í vegg og slóst í höfuð hans. Meiðslin reyndust þó ekki alvarleg, en fimm spor voru saumuð í höfuð hans og fékk hann að fara heim eftir að gert var að meiðslunum.
Mynd úr safni VF