Fluttur á HSS eftir fall í hálku
Óskað var eftir sjúkrabíl og lögreglu að Ásabraut í Keflavík á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna slyss. Þar hafði maður dottið í hálku og kenndi hann til í baki og hægri fæti. Var hann fluttur á HSS til skoðunar.
Fyrr um daginn urðu tveir minniháttar árekstrar í Reykjanesbæ, en engin slys urðu á fólki. Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut.
Á næturvaktinni bar lítið til tíðinda, en nokkrar bifreiðar voru boðaðar til skoðunar vegna vanrækslu eigenda þeirra.
Fyrr um daginn urðu tveir minniháttar árekstrar í Reykjanesbæ, en engin slys urðu á fólki. Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut.
Á næturvaktinni bar lítið til tíðinda, en nokkrar bifreiðar voru boðaðar til skoðunar vegna vanrækslu eigenda þeirra.