Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fluttu skemmu úr Rockville að Sandgerðishöfn
Þriðjudagur 7. febrúar 2006 kl. 11:02

Fluttu skemmu úr Rockville að Sandgerðishöfn

Félagar í Björgunarsveitinni Sigurvon stóðu í stórræðum í gærkvöldi. Þeir fluttu stóra og mikla skemmu frá Rockville á Miðnesheiði og á sökkul sem steyptur hefur verið við höfnina í Sandgerði.

Skemman er 8,2 metrar á breidd og því þurfti að loka þjóðveginum til Sandgerðis í um klukkustund í gærkvöldi á meðan skemman var dregin á flutningavagni inn í bæinn.

Ýmsar ráðstafanir þurfti að gera. Þannig þurfti að hækka upp veginn við þrengingar þegar komið er inn í Sandgerði. Þar rétt komst skemman á milli gangbrautarljósa, þannig að vart hafði komist skóhorn á milli. Aðeins þurfti að fella eitt skilti á leiðinni en víða mátti ekki miklu muna. Skemman var eins og áður segir 8,2 metrar á breidd, 6,3 metrar á hæð og 10 metra löng.

Húsið var síðan híft á nýjan sökkul um miðnætti í gær. Í húsinu verður aðstaða fyrir sjóbjörgun hjá Sigurvon og lager fyrir björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein.

Mynd: Frá aðgerðum við Sandgerði í gærkvöldi. VF/Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024