Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flutt á sjúkrahús eftir harðan árekstur
Miðvikudagur 5. september 2007 kl. 11:36

Flutt á sjúkrahús eftir harðan árekstur

Árekstur varð á Reykjanesbraut sunnan við Grænásveg laust fyrir kl. 19 í gærkvöld. Þar höfðu tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skollið saman með þeim afleiðingum að flytja þurfti ökumenn bifreiðanna á sjúkrahús með sjúkrabifreið sökum áverka á fótum og höfði. Fjögurra ára gömul stúlka sem var í barnabílstól í annarri bifreiðinni fékk högg á kinn og marðist og var nokkuð brugðið. Stúlkan var flutt á lögreglustöð þar sem hún beið hjá lögreglunni eftir að ættingjar sóttu hana skömmu síðar. Bifreiðarnar eru taldar gjörónýtar og voru fluttar af vettvangi með kranabifreið.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gær. Annar var mældur á 129 km/klst og hinn á 125 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Mega þeir eiga von á 70 þúsund króna sekt hvor.

VF-mynd/Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024