Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Flutningur verka Leifs Breiðfjörð tókst með ágætum
Þriðjudagur 10. janúar 2006 kl. 20:10

Flutningur verka Leifs Breiðfjörð tókst með ágætum

Starfsmenn Ístaks fluttu glerlistaverk Leifs Breiðfjörð til í lofti brottfararsalar flugstöðvarinnar aðfararnótt laugardags 7. janúar. Verkunum var rennt á „hlaupaköttum“ eina tvo tugi metra inn í salinn til beggja enda og þar hanga þau þar til framkvæmdum lýkur í brottfararsalnum á næsta ári.

Flutningurinn gekk á allan hátt áfallalaust, enda var varlega farið og vel að verki staðið. Upphaflega stóð til að taka listaverkin niður og setja í geymslu í bili en þessi lausn reyndist mun einfaldari, öruggari og álitlegri, ekki síst vegna þess að listaverkin gegna nú áfram því hlutverki sínu að vera brottfararfarþegum til augnayndis á framkvæmdatímanum í stað þess að vera geymd afsíðis sundurtekin í kössum.

Í grunninum utan dyra er að byrja að komast á húsmynd: flestar burðarsúlur eru uppsteyptar og ofan á þær er farið að setja holplötur, sem jafnframt eru loft yfir kjallara viðbyggingarinnar.

Frá þessu er greint á Airport.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024