Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flutningur Landhelgisgæslu til Suðurnesja tekinn upp við fjárlaganefnd
Föstudagur 25. september 2009 kl. 08:10

Flutningur Landhelgisgæslu til Suðurnesja tekinn upp við fjárlaganefnd


Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum munu eiga fund með fulltrúum fjárlaganefndar ríkisstjórnarinnar á mánudaginn. Sveitarfélögin eru að jafnaði að senda tvo fulltrúa til fundarins sem hafa fengið vegarnesti frá sínum bæjarstjórnum.

Þannig leggur bæjarráð Voga meðal annars áherslu á eftirfarandi mál á fundi með fjárlaganefnd. Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verði tekin upp við fjárlaganefnd sem og málefni menningarráðs á sömu forsendum og á öðrum svæðum.
Einnig verði stuðningur við atvinnuþróun og byggðamál á sömu forsendum og á öðrum svæðum. Þá leggja Vogamenn áherslu á Landhelgisgæsluna á Suðurnes.
Fulltrúar Voga ætla einnig að ræða við fjárlaganefnd um að Vatnsleysustrandarvegur verði byggður upp og endurnýjaður. Við þá framkvæmd verði tengd gerð hjólastígs og reiðvegar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024