Flutningur Landhelgisgæslu til Suðurnesja tekinn upp við fjárlaganefnd
Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum munu eiga fund með fulltrúum fjárlaganefndar ríkisstjórnarinnar á mánudaginn. Sveitarfélögin eru að jafnaði að senda tvo fulltrúa til fundarins sem hafa fengið vegarnesti frá sínum bæjarstjórnum.
Þannig leggur bæjarráð Voga meðal annars áherslu á eftirfarandi mál á fundi með fjárlaganefnd. Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verði tekin upp við fjárlaganefnd sem og málefni menningarráðs á sömu forsendum og á öðrum svæðum.
Einnig verði stuðningur við atvinnuþróun og byggðamál á sömu forsendum og á öðrum svæðum. Þá leggja Vogamenn áherslu á Landhelgisgæsluna á Suðurnes.
Fulltrúar Voga ætla einnig að ræða við fjárlaganefnd um að Vatnsleysustrandarvegur verði byggður upp og endurnýjaður. Við þá framkvæmd verði tengd gerð hjólastígs og reiðvegar.