Flutningaskip rak stjórnlaust upp í kletta í Helguvík
Tveir kafarar eru nú að kanna hugsanlegar skemmdir á skrokki sementsflutningaskips sem rak stjórnlaust upp í grjótgarð í Helguvík í kvöld. Flutningaskipið Kcl. Banshee hafði losað sementsfarm hjá fyrirtækinu Aalborg Portland á Íslandi, sem hefur móttökustöð í Helguvík. Að sögn Péturs Jóhannssonar, hafnarstjóra Reykjaneshafnar, virðist sem skipið hafi misst vélarafl þegar það fór frá bryggju með þessum afleiðingum.
Hafnsögubáturinn Auðunn var tiltækur í Helguvík þegar óhappið átti sér stað og var taug komið á milli Auðuns og flutningaskipsins. Auðunn dró síðan skipið út úr höfninni. Þegar komið var út fyrir sjóvarnargarðana í Helguvík sigldi skipið fyrir eigin vélarafli og liggur nú undir Vogastapa. Þar eru kafarar að kanna hugsanlegar skemmdir eins og áður var sagt.
Að sögn Péturs var atburðarásin í Helguvík hröð en það tók um 10 mínútur að koma skipinu frá landi, eftir að það rak upp í grjótgarðinn. Pétur sagðist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið fyrr en hann hafi rætt við hafnsögumann sem er um borð í skipinu. Í Helguvík var mjög hásjávað þegar óhappið átti sér stað, vindur stóð að landi og nokkur undiralda í höfninni.
Lögreglunni í Keflavík var ekki kunnugt um óhappið þegar Víkurfréttir höfðu samband við hana í kvöld.
Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar þegar skipið var dregið út fyrir höfnina í Helguvík í kvöld og þegar hafnsögubáturinn Auðunn hélt úr Njarðvíkurhöfn með tvo kafara til að kanna skemmdir.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Hafnsögubáturinn Auðunn var tiltækur í Helguvík þegar óhappið átti sér stað og var taug komið á milli Auðuns og flutningaskipsins. Auðunn dró síðan skipið út úr höfninni. Þegar komið var út fyrir sjóvarnargarðana í Helguvík sigldi skipið fyrir eigin vélarafli og liggur nú undir Vogastapa. Þar eru kafarar að kanna hugsanlegar skemmdir eins og áður var sagt.
Að sögn Péturs var atburðarásin í Helguvík hröð en það tók um 10 mínútur að koma skipinu frá landi, eftir að það rak upp í grjótgarðinn. Pétur sagðist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið fyrr en hann hafi rætt við hafnsögumann sem er um borð í skipinu. Í Helguvík var mjög hásjávað þegar óhappið átti sér stað, vindur stóð að landi og nokkur undiralda í höfninni.
Lögreglunni í Keflavík var ekki kunnugt um óhappið þegar Víkurfréttir höfðu samband við hana í kvöld.
Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar þegar skipið var dregið út fyrir höfnina í Helguvík í kvöld og þegar hafnsögubáturinn Auðunn hélt úr Njarðvíkurhöfn með tvo kafara til að kanna skemmdir.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson