Flutningaskip í vanda við Reykjanes
Landhelgisgæslan fylgist nú með flutningaskipi sem statt er suðvestur af Reykjanesi. Skipið getur ekki keyrt á fullum hraða vegna bilunar, en verið er að athuga hvort það komist í höfn án aðstoðar. Frá þessu er greint á mbl.is.
Skipið var á leið til landsins þegar bilunarinnar var vart. Það er skráð erlendis.