Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

  • Flugvöllur í Hvassahrauni of nálægt byggð
  • Flugvöllur í Hvassahrauni of nálægt byggð
    Kjartan Már Kjartansson.
Mánudagur 29. júní 2015 kl. 11:57

Flugvöllur í Hvassahrauni of nálægt byggð

Bæjarstjórar á Suðurnesjum vilja sérstaka kynningu á málinu

Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, finnst skrýtið að telja Hvassahraun besta kostinn fyrir nýjan flugvöll og Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, segir að flugvöllur í Hvassahrauni muni þrengja að þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu var greint í sjínvarpsfréttum RÚV í gær.

Kjartan Þór segir niðurstöður skýrslunnar vera upphafspunkt frekar en endapunkt. Að staðsetja flugvöll fimm kílómetra frá jaðri byggðar þýði að byggðin verði búin að éta upp svæðið og þá verði umræðan komin á sama stað og um Vatnsmýrina. Landið undir flugvellinum verði meira en flugvöllurinn getur gefið af sér.

Public deli
Public deli

Kjartan Þór Eiríksson. 

Málið hefur ekki verið rætt í bæjarstjórn Reykjanesbæjar en Kjartan Már segir að bæjarstjórar í fimm sveitarfélögum á Suðurnesjum hafi rætt um að fá sérstaka kynningu á málinu. Þá væri Hvassahraunssvæðið virkt gossvæði og þetta sé öfugt við þá þróun sem við sjáum annars staðar í heiminum þar sem verið er að færa flugvelli fjær borgum.

Rögnunnefndin svokallaða var með fjóra valmöguleika til skoðunar; Bessastaðahraun, Hólmsheiði, Löngusker og Hvassahraun. Flugvöllur í Vatnsmýri eða á Keflavíkurflugvelli voru ekki til skoðunar. Niðurstaðan varð sú að Hvassahraun væri besti kosturinn en helsti ókosturinn við staðinn væri nálægðin við Keflavíkurflugvöll.