Flugvirkjar handteknir vegna fíkniefnasmygls
Tollgæslan og lögreglan á Keflavíkurflugvelli handtóku í gærmorgun tvo flugvirkja sem starfa hjá Flugleiðum vegna smygls á um nokkru magni af hassi til landsins. Mbl.is greindi frá.
Fíkniefnið var í tveimur áfengisflöskum sem komið hafði verið fyrir í þili á bak við flugstjórnarklefa fragtvélar Flugleiða. Mennirnir voru yfirheyrðir af lögreglu í gærkvöldi en þá var ekki ljóst hvort lögreglan myndi fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim.
Samkvæmt upplýsingum frá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli var vélin að koma frá Belgíu en hún lenti á Keflavíkurflugvelli nokkru fyrir klukkan sex í gærmorgun. Um borð í flugvélinni voru tveir flugmenn og einn flugvirki, sem var í leyfi.
Gómaður þegar hann var að fjarlægja fíkniefnin
Þegar mennirnir höfðu yfirgefið flugvélina fóru menn frá tollgæslunni og lögreglunni á Keflavíkurflugvelli ásamt fíkniefnaleitarhundi um borð. Þar komu þeir að manni sem var að fjarlægja poka sem hafði verið komið fyrir í þili aftan við stjórnklefa flugvélarinnar. Maðurinn starfar sem flugvirki hjá Flugleiðum.
Í pokanum voru tvær ógagnsæjar áfengisflöskur. Flöskurnar voru gegnumlýstar en í þeim fannst hassið. Í framhaldi af því var fíkniefnadeild og tæknideild lögreglunnar í Reykjavík tilkynnt um málið en fíkniefnadeildin sér um rannsókn málsins.
Farið var með flugmennina og flugvirkjana til yfirheyrslu í Reykjavík en flugmönnunum var sleppt stuttu síðar. Flugvélin var kyrrsett og tafðist því brottför hennar um tæplega fjórar klukkustundir. Grunur mun hafa leikið á því um nokkra hríð að fíkniefnum væri smyglað til landsins
með fragtflugvélum.
Fíkniefnið var í tveimur áfengisflöskum sem komið hafði verið fyrir í þili á bak við flugstjórnarklefa fragtvélar Flugleiða. Mennirnir voru yfirheyrðir af lögreglu í gærkvöldi en þá var ekki ljóst hvort lögreglan myndi fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim.
Samkvæmt upplýsingum frá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli var vélin að koma frá Belgíu en hún lenti á Keflavíkurflugvelli nokkru fyrir klukkan sex í gærmorgun. Um borð í flugvélinni voru tveir flugmenn og einn flugvirki, sem var í leyfi.
Gómaður þegar hann var að fjarlægja fíkniefnin
Þegar mennirnir höfðu yfirgefið flugvélina fóru menn frá tollgæslunni og lögreglunni á Keflavíkurflugvelli ásamt fíkniefnaleitarhundi um borð. Þar komu þeir að manni sem var að fjarlægja poka sem hafði verið komið fyrir í þili aftan við stjórnklefa flugvélarinnar. Maðurinn starfar sem flugvirki hjá Flugleiðum.
Í pokanum voru tvær ógagnsæjar áfengisflöskur. Flöskurnar voru gegnumlýstar en í þeim fannst hassið. Í framhaldi af því var fíkniefnadeild og tæknideild lögreglunnar í Reykjavík tilkynnt um málið en fíkniefnadeildin sér um rannsókn málsins.
Farið var með flugmennina og flugvirkjana til yfirheyrslu í Reykjavík en flugmönnunum var sleppt stuttu síðar. Flugvélin var kyrrsett og tafðist því brottför hennar um tæplega fjórar klukkustundir. Grunur mun hafa leikið á því um nokkra hríð að fíkniefnum væri smyglað til landsins
með fragtflugvélum.