Flugvirkjanám Keilis og AST fær fljúgandi start
Umsóknarfresti í flugvirkjanám AST hjá Keili lauk 1. maí síðastliðinn og bárust yfir hundrað umsóknir í námið. Það er því ljóst að mikill áhugi er meðal Íslendinga að sækja flugvirkjanám, enda er mikill skortur á flugvirkjum í heiminum.
Alls bárust 112 umsóknir í þau 28 pláss sem í boði voru og hefst námið í september næstkomandi. Keilir og AST vilja benda á að nám og starf í flugvirkjun hentar jafnt konum sem körlum og því hvetjum við konur sérstaklega til að skoða þennan möguleika í framtíðinni. Næst verður tekið við umsóknum fyrir haustið 2014, en áhugasömum er bent á að hafa samband við Flugakademíu Keilis á [email protected].
Nánari upplýsingar um námið má nálgast á heimasíðu Keilis: www.keilir.net/flug