Flugvélin lent
Boeing 747 farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu United Airlines nauðlenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 15 í dag vegna sprengjuhótunar. 321 farþegi og áhöfn voru um borð. visir.is greindi fráFlugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík barst fyrst ósk frá flugstjóra flugvélarinnar um heimild til lendingar í Keflavík klukkan 14:17 vegna skemmdarverks. Þá strax var neyðaráætlun sett í gang. Um fimmtán mínútum síðar upplýsti flugstjórinn að um sprengjuhótun væriað ræða. Var þá strax farið að vinna eftir sérstakri viðbragðsáælun vegna slíkra hótana.
Samkvæmt upplýsingum Heimis Más Péturssonar hjá Flugmálastjórn höfðu farþegar yfirgefið vélina klukkan 15.11, en áhöfnin er enn um borð. Formleg leit að sprengjunni er ekki hafin. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru í
viðbragðsstöðu.
Samkvæmt upplýsingum Heimis Más Péturssonar hjá Flugmálastjórn höfðu farþegar yfirgefið vélina klukkan 15.11, en áhöfnin er enn um borð. Formleg leit að sprengjunni er ekki hafin. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru í
viðbragðsstöðu.