FLUGVÉLARMÓTOR FANNST VESTUR AF STAFNESI
Þór Pétursson GK 504 kom í Sandgerðishöfn sl. laugardag með gamlan flugvélamótor meðferðis sem þeir höfðu fengið í veiðafærin 22 mílur vestur af Stafnesi. Að beiðni Rannsóknarnefndar flugslysa fóru lögreglumenn á vettvang til að taka á móti fengnum. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur nú gefið út úrskurð um að mótorinn sé úr ferjuflugvél sem fórst fyrir nokkrum árum. Þetta var einshreyfilsflugvél og flugmaðurinn hennar, sem var erlendur, lést.