Flugvélar Flugfélags Íslands lentu í Keflavík
Flugvélar Flugfélags Íslands lentu á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna þoku á Reykjavíkurflugvelli. Í morgun hafa vélarnar flogið frá Keflavíkurflugvelli í innanlandsfluginu og var farþegum sem ætluðu að fljúga frá Reykjavík til Egilsstaða, Akureyrar og Ísafjarðar í dag ekið með rútum til Keflavíkur.
Töluverðar tafir hafa orðið á flugi vegna þokunnar á Reykjavíkurflugvelli en vonir er bundnar við að vélarnar geti lent í Reykjavík þegar þær koma til baka.
Mynd: Keflavíkurflugvöllur. VF-ljósmynd/Oddgeir Karlsson.