Flugvél snúið við á leið til Gautaborgar
Flugvél frá Icelandair á leið til Gautaborgar með 105 farþega var snúið við í nótt vegna bilunar í hreyfli. Farþegarnir urðu strandaglópar í Keflavík því Keflavíkurflugvöllur var lokaður frá kl. 2 í nótt til sjö í morgun vegna yfirvinnubanns flugumferðastjóra.
Gríðarleg traffík var fyrir klukkan tvö í nótt og röð flugvéla á leið í loftið áður en yfirvinnubannið myndi skella á.