Flugvél skemmdist í óveðri
Farþegaflugvél frá Flugleiðum skemmdist í óveðri í nótt þegar hún rann til á stæðinu og fauk á landganginn sem skemmdi væng vélarinnar. Þetta er nýjast vél félagsins og átti hún að fara til London og Kaupmannahafnar í dag. Veðrið var verra en menn bjuggust við og því voru ekki gerðar sérstakar varúðarráðstafanir í flugstöðinni og vélar losaðar frá landgöngubrúm.Skemmdirnar á vængnum eru töluverðar og er vélin ekki talin flughæf. Þá er landgöngubrúin ónothæf.
Þýsk herflugvél fauk einnig til á athafnasvæði hersins, slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli var kallað út og ákveðið var að slá skjaldborg um vélina og verja hana þannig fyrir vindi.
Ekkert bendir til þess að tafir verði á millilandaflugi í dag. Rúv greindi frá.
VF-Ljósmynd tekin á Keflavíkurflugvelli í morgun.
Þýsk herflugvél fauk einnig til á athafnasvæði hersins, slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli var kallað út og ákveðið var að slá skjaldborg um vélina og verja hana þannig fyrir vindi.
Ekkert bendir til þess að tafir verði á millilandaflugi í dag. Rúv greindi frá.
VF-Ljósmynd tekin á Keflavíkurflugvelli í morgun.