Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugvél skemmdist á Keflavíkurflugvelli
Föstudagur 1. nóvember 2013 kl. 12:51

Flugvél skemmdist á Keflavíkurflugvelli

Skemmdir urðu á Airbus 320 flugvél frá flugfélaginu WOW þegar var verið að færa hana milli stæða á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Starfsmaður hafði tengt vinnuvél við flugvélina og lagði af stað með hana í eftirdragi eftir að hafa fengið leyfi frá flugturni.

Ekki vildi betur til en svo að hreyfill vélarinnar rakst í framhorn bifreiðar, sem flugvirkjar notuðu á vellinum með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á hvoru tveggja, hreyflinum og bifreiðinni.

Flugvirki á staðnum tjáði lögreglunni á Suðurnesjum að menn hefðu talið að flugvélin yrði dregin aftur á bak en ekki áfram og því hefði farið sem fór.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024