Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 7. maí 2001 kl. 12:05

Flugvél sem getur lent á „frímerki“

Ný fjögurra sæta eins hreyfils flugvél millilenti hjá Suðurflugi í gær. Vélin er á löngu ferðalagi yfir Atlantshafið.Vélin er af gerðinni Wilga 2000 og er vélin í Keflavík eintak nr. 9 frá verksmiðju en vélin er smíðuð í Póllandi. Vélin kom hingað frá London eftir flug frá Póllandi. Héðan fer hún til Narsasusaq og áfram yfir Ameríku alla leið til Mexico. Þar verður vélin notuð til úðunar á akra. Flugið frá London til Keflavíkur tók 8 tíma og áætlað er að flugið til Grænlands taki 9 tíma. Vélin nær 190 km. hámarkshraða á klst.
Það mun vera kostur við vélina að hún getur lent og tekið á loft af mjög stuttum flugbrautum. „hún getur lent á frímerki,“ sagði Tyrfingur Þorsteinsson hjá Suðurflugi.
Þetta mun vera fyrsta vélin sem út fyrir Pólland en samkvæmt heimildum okkar mun eitt eintak af vélinni hafa verið pantað til Íslands
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024