Föstudagur 12. september 2014 kl. 11:13
Flugvél lenti með brotna framrúðu
Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í vikunni þegar tilkynnt var um Orion flugvél, sem væri að koma inn til lendingar með sprungna framrúðu. Vélin var frá kanadíska hernum og voru sextán manns um borð. Hún lenti heilu og höldnu og gekk lendingin vel.