Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 2. mars 2004 kl. 19:50

Flugvél Icelandair lenti í Reykjavík vegna of mikils hliðarvinds í Keflavík

Flutningaflugvél Icelandair af gerðinni Boeing 757-200 varð að lenda á Reykjavíkurflugvelli fyrir nokkrum mínútum vegna óhagstæðrar vindáttar á Keflavíkurflugvelli. Að sögn varðstjóra í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli lenti flugvélin, sem var að koma frá Svíþjóð, kl. 18:21 í 35-45 hnúta vindi, sem er 18-23 metrar á sekúndu. Vindurinn á Keflavíkurflugvelli var aðeins meiri, 45-55 hnútar, 23-28 m/s., en vegna of mikils hliðarvinds þar var lent í Reykjavík, en frá þessu var greint á mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024