Flugvél í hættu skammt frá Sandgerði
Tilkynnt var um hættuástand flugvélar af gerðinni Chessna 182 rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld. Allt tiltækt björgunarlið Sigurvonar í Sandgerði var gert viðvart, en flugvélin var í eldsneytisvandræðum og taldi flugmaður sig ekki geta lent vélinni.Flugvél flugmálastjórnar og þyrla Landhelgisgæslunar fóru báðar í loftið og flugu til móts við vélina en slöngubátur björgunarsveitarinnar Sigurvonar, Kiddi Lár, hélt þegar úr höfn og var viðbúinn utan við Sandgerði. Flugmaðurinn taldi ólíklegt að hann næði til Keflavíkurflugvallar, en allt kom þó fyrir ekki og náði flugmaðurinn að lenda heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli um hálf níu í kvöld. Flugvélin var að koma frá Bandaríkjum.