Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugvallaryfirvöld hætt að dreifa plastpokum - Fást í matvöruverslunum
Miðvikudagur 31. október 2007 kl. 15:56

Flugvallaryfirvöld hætt að dreifa plastpokum - Fást í matvöruverslunum

Flugvallaryfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafa hætt að dreifa plastpokum undir vökvaílát í handfarangri.
Fást í matvöruverslunum - Farþegum er bent á að nálgast þá þar.

Alþjóðlegar flugöryggisreglur um magn vökva í handfarangri, sem settar voru á síðasta ári, kveða á um notkun eins lítra plastpoka með rennilás undir vökvaílát í handfarangri. Á aðlögunartíma þessara nýju reglna hafa slíkir pokar staðið flugfarþegum á leið úr landi til boða að kostnaðarlausu í flugstöðinni.

Flugvallaryfirvöld munu nú hætta að hafa slíka poka á boðstólum og er flugfarþegum bent á að nálgast þá í matvöruverslunum áður en ferð hefst, t.d. versluninni 10/11 í komusal á jarðhæð flugstöðvarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024