Flugvallarslökkviliðsstjóri um Varnarliðsmál: Peningaveldi vilja gleypa þjóðina
Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli og nú nýlega handhafi Fálkaorðunnar liggur ekki á skoðunum sínum í viðtali við Víkurfréttir. Haraldur Stefánsson hefur starfað við slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli í 48 ár, þar af sem slökkviliðsstjóri síðustu 17 árin. Í viðtalinu er meðal annars komið inn á hugsanlegt brotthvarf Varnarliðsins frá Íslandi og þar segir Haraldur meðal annars: „Mér finnst skrítið að þegar þessi umræða kom upp fyrir nokkrum árum um að bandaríski herinn færi frá Íslandi kom einhver kínversk sendinefnd hingað í kurteisisheimsókn. Þeir vildu sjá landið og orkuna, heimsækja íslenskar fjölskyldur og sjá hvernig þær búa. Eitt árið komu menn frá Kanada sem vildu setja upp bensínstöðvar á Íslandi og höfðu greinilega kynnt sér málið vel. En um leið og umræðan um brottför hersins þagnaði hættu þeir að hafa áhuga fyrir Íslandi. Þetta sýnir að það er peningaveldi sem vill gleypa þjóðina. Það getur vel verið að það sé slæmt menningarlega séð að hafa erlendan her í landinu þó vinveittur sé, en það er enn verra að fá inn flóð af peningum. Þá fer sjálfstæðið og það höfum getað verndað með því að verða hvorki háð erlendum her né peningavaldi.” Haraldur segist bíða spenntur eftir því hvernig gangi að semja við Bandaríkjamenn. „Vonandi verður sama stefnan áfram um að vernda lýðræðisþjóðfélag þannig að það fái frið fyrir öðrum öflum sem vilja kúga frjálst fólk. Því miður er alltof mikið af slíkum öflum,” segir Haraldur m.a. í viðtalinu sem hér fer á eftir:Víkurfréttaviðtal við Harald Stefánsson, slökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli:
Haraldur Stefánsson hefur starfað við slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli í 48 ár, þar af sem slökkviliðsstjóri síðustu 17 árin. Eftir því sem best er vitað er hann sá núverandi starfsmaður við slökkvilið sem lengst hefur gegnt starfi. Haraldi var nú á þjóðhátíðardaginn veittur Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að brunavarnarmálum og það segir meira en mörg orð um hve farsæll Haraldur hefur verið í starfi. Við heimsóttum Harald í blíðviðri í einbýlishús hans í Garðabænum en okkur rétt tókst að nappa honum áður en hann hvarf á braut í sumarbústað sem hann á í Biskupstungunum.
Við spyrjum Harald fyrst um orðuveitinguna og hann segir hana vera afar ánægjulega. „Ég veit ekkert hvernig stendur á því að einhverjum datt í hug að mæla með þessu,” segir hann hógværðin uppmáluð og hún er ekki minni í því sem á eftir kemur. „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem heiður fyrir fagið og slökkviliðið sem heild. Við áttum engan orðuhafa á lífi fyrir þetta. En það er hópurinn sem stendur að hverjum einstaklingi sem er í raun hluti af orðunni. Það gerir enginn neitt einn. En það eru allir ánægðir með að þessi viðurkenning skyldi lenda hjá okkur og ég nýt heiðursins að vera nefndur sem orðuhafi fyrir bragðið.”
Haraldur telur að langur ferill hans hafi haft áhrif í þá átt að hann fékk þessa orðu. „Ég er búinn að vera lengst við slökkvistjórastörf fyrr og síðar, bæði hér heima og í öllum bandaríska hernum,” segir Haraldur en hann hefur verið viðloðandi stjórn slökkviliðsins síðan 1969, fyrst sem aðstoðarslökkvistjóri en síðan sem slökkvistjóri.
Byrjaði að sópa gólf í mötuneyti
Haraldur byrjaði að vinna hjá varnarliðinu árið 1955. „Ég var þá að læra að fljúga en þetta ár skall á mjög langvarandi verkfall hjá stéttinni þannig að ég varð að hætta því. Ég ákvað þá að ég skyldi aldrei vinna þar sem maður þyrfti verkföll til að hafa ofan í sig. Þá fór ég suður á Keflavíkurflugvöll og sé ekki eftir því. Ég byrjaði hjá Sameinuðum verktökum við að sópa gólf í mötuneytinu. Ég heyrði svo utan af mér að verið væri að leita að manni til að keyra sjúkrabíl hjá bandaríska flughernum. Ég sótti um starfið og fékk það. Ég vann við þetta fram á vor 1956 þegar ákveðið var að fjölga Íslendingum í slökkviliðinu og þá gerðist ég slökkviliðsmaður.
Ég hef haft mjög gaman að þessu og unnið hjá sérstaklega góðum húsbændum í varnarliðinu. Það er oft smá misskilningur hjá fólki þegar talað er um slökkvilið varnarliðsins. Þetta er ekki bara slökkvilið,” segir Haraldur og útskýrir svo aðeins nánar. „Árið 1951 var ákveðið í samráði við íslenska ríkið að stofna slökkvilið á Keflavíkurflugvelli sem bandaríska ríkið myndi veita forstöðu og borga rekstur þess. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli er ekki síður slökkvilið íslenska ríkisins en varnarliðsins. 77% af okkar þjónustu við flug er fyrir almennt flug en ekki nema 23% fyrir herflug. Við eigum ekkert annað slökkvilið á Keflavíkurflugvelli og höfum aldrei átt. Við rekum þar að auki líka alla flugþjónustu fyrir herinn og Keflavíkurflugvöll sem snýr að því að halda flugbrautum auðum fyrir flugvélar sem eru að koma inn til lendingar. Þá sjáum við einnig um alla flugfrakt og vöruflutninga fyrir herinn, þar á meðal sprengjuflutninga,” segir Haraldur og bætir við að 160 Íslendingar vinni við slökkviliðið.
Starfsmenn Keflavíkurflugvallar hitt eiginlega varnarlið
Það er greinilegt á Haraldi að hann hefur kunnað því vel að vinna hjá varnarliðinu. „Hér hafa menn leyfi til að sýna frumkvæði í starfi. Þar að auki eru Bandaríkjamenn ekki bara að horfa á menntunina sem maður hefur heldur einnig hvað maður hafi sjálfur til brunns að bera sem gæti nýst í starfinu. Ég hef svo aftur fari á mörg námskeið á þeirra vegum á ferlinum.”
Haraldur segir að starfmennirnir á Keflavíkurflugvelli sé hið eiginlega varnarlið. „Við höfum séð um að flugvélarnar og herinn geti athafnað sig yfirleitt. Íslenski hópurinn er búinn að vera þarna að meðaltali í um 30 ár hver og það er hið eiginlega varnarlið sem sér um að Keflavíkurflugvöllur geti verið í gangi. Og ég sé ekki fram á annað en að það geti verið í góðu lagi áðan.”
Og hann nefnir nærtækt dæmi um varnarvinnuna. „Íslensku varnarliðsmennirnir á Keflavíkurflugvelli eru sennilega verðmætustu hendur sem nokkurn tíman hafa verið í vinnu á Íslandi og fæstir vita hvað þeir eru í raun og veru að gera. Menn fara bara til Kanaríeyja en vita ekki að það fer slökkviliðsmaður eftir brautinni á undan flugvélinni og skýtur mávinn á brautinni svo að vélin geti örugglega farið með þá þangað. Þetta erum við að borga og skjótum allt upp í 4.000 fugla á ári á þennan hátt.
Þorði ekki að eiga Moskvits
Haraldur hefur upplifað gríðarlegar breytingar í starfi sínu, ekki hvað síst frá því Kalda stríði var í algleymingi. „Það hefur breyst mikið frá því að við þurfum að varast kommúnistana. Það hafa vissulega alltaf verið til hryðjuverkamenn þó að þeir hafi verið kallaðir eitthvað annað en ógnin hefur verið meiri gagnvart heimsbyggðinni þegar heimsveldin ógna hvert örðu með kjarnorkusprengjum. Í dag sér maður t.d. þyrlur bandaríska flughersins fara í stóra rússneska vöruflutningavél til að flytja þær á sýningu eða æfingasvæði í Evrópu. Þetta er gríðarleg breyting frá því ég var ungur maður og maður vogaði sér ekki að eiga Moskvits eða Skoda þegar maður vann á vellinum! Nú hefur vindinn hins vegar lægt og það er kannski spurning hvort það þurfi að hafa hervélar á Íslandi. Þær geta kannski alveg eins sinnt hlutverki sínu ef þær eru staðsettar meira miðsvæðis, t.d. í Skotlandi.”
Það eru ekki óheiðarlegir menn sem eru við stjórnvölinn í Bandaríkjunum
Nú erum við aðeins komin inn í umræðuna um veru hersins hér á landi sem er mikil þessa dagana. Haraldur hefur sínar skoðanir á þeim málum. „Herinn hefur verið hér í rúm 50 ár sem hefur þýtt að íslenska þjóðin hefur getað andað nokkuð rólega gagnvart ágangi þeirra sem vilja hafa af okkur verðmæti okkar. Mín reynsla af þessu fólki er sú að ég veit ekki til þess að þeir hafi nokkurn tíma veist að vinum sínum. Það eru ekki óheiðarlegir menn sem eru við stjórnvölinn í Bandaríkjunum en þeir eru líklega harðir business-menn sem vilja skoða hvort hugsanlega sé hægt að gera þessa hluti öðruvísi - eins og allt heilbrigt fólk gerir. Íslendingar eru það heppnir að eiga styrka stjórn, mjög athugula og yfirvegaða menn sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Þeir munu tryggja það að við getum sofið róleg í rúmum okkar vitandi það að enginn getur læðst að okkur.”
Kínverjar og olíurisar
Haraldur nefnir þessi mál í öðru samhengi. „Mér finnst skrítið að þegar þessi umræða kom upp fyrir nokkrum árum um að bandaríski herinn færi frá Íslandi kom einhver kínversk sendinefnd hingað í kurteisisheimsókn. Þeir vildu sjá landið og orkuna, heimsækja íslenskar fjölskyldur og sjá hvernig þær búa. Eitt árið komu menn frá Kanada sem vildu setja upp bensínstöðvar á Íslandi og höfðu greinilega kynnt sér málið vel. En um leið og umræðan um brottför hersins þagnaði hættu þeir að hafa áhuga fyrir Íslandi. Þetta sýnir að það er peningaveldi sem vill gleypa þjóðina. Það getur vel verið að það sé slæmt menningarlega séð að hafa erlendan her í landinu þó vinveittur sé, en það er enn verra að fá inn flóð af peningum. Þá fer sjálfstæðið og það höfum getað verndað með því að verða hvorki háð erlendum her né peningavaldi.”
Haraldur segist bíða spenntur eftir því hvernig gangi að semja við Bandaríkjamenn. „Vonandi verður sama stefnan áfram um að vernda lýðræðisþjóðfélag þannig að það fái frið fyrir öðrum öflum sem vilja kúga frjálst fólk. Því miður er alltof mikið af slíkum öflum,” segir Haraldur að lokum.
Haraldur Stefánsson hefur starfað við slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli í 48 ár, þar af sem slökkviliðsstjóri síðustu 17 árin. Eftir því sem best er vitað er hann sá núverandi starfsmaður við slökkvilið sem lengst hefur gegnt starfi. Haraldi var nú á þjóðhátíðardaginn veittur Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að brunavarnarmálum og það segir meira en mörg orð um hve farsæll Haraldur hefur verið í starfi. Við heimsóttum Harald í blíðviðri í einbýlishús hans í Garðabænum en okkur rétt tókst að nappa honum áður en hann hvarf á braut í sumarbústað sem hann á í Biskupstungunum.
Við spyrjum Harald fyrst um orðuveitinguna og hann segir hana vera afar ánægjulega. „Ég veit ekkert hvernig stendur á því að einhverjum datt í hug að mæla með þessu,” segir hann hógværðin uppmáluð og hún er ekki minni í því sem á eftir kemur. „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem heiður fyrir fagið og slökkviliðið sem heild. Við áttum engan orðuhafa á lífi fyrir þetta. En það er hópurinn sem stendur að hverjum einstaklingi sem er í raun hluti af orðunni. Það gerir enginn neitt einn. En það eru allir ánægðir með að þessi viðurkenning skyldi lenda hjá okkur og ég nýt heiðursins að vera nefndur sem orðuhafi fyrir bragðið.”
Haraldur telur að langur ferill hans hafi haft áhrif í þá átt að hann fékk þessa orðu. „Ég er búinn að vera lengst við slökkvistjórastörf fyrr og síðar, bæði hér heima og í öllum bandaríska hernum,” segir Haraldur en hann hefur verið viðloðandi stjórn slökkviliðsins síðan 1969, fyrst sem aðstoðarslökkvistjóri en síðan sem slökkvistjóri.
Byrjaði að sópa gólf í mötuneyti
Haraldur byrjaði að vinna hjá varnarliðinu árið 1955. „Ég var þá að læra að fljúga en þetta ár skall á mjög langvarandi verkfall hjá stéttinni þannig að ég varð að hætta því. Ég ákvað þá að ég skyldi aldrei vinna þar sem maður þyrfti verkföll til að hafa ofan í sig. Þá fór ég suður á Keflavíkurflugvöll og sé ekki eftir því. Ég byrjaði hjá Sameinuðum verktökum við að sópa gólf í mötuneytinu. Ég heyrði svo utan af mér að verið væri að leita að manni til að keyra sjúkrabíl hjá bandaríska flughernum. Ég sótti um starfið og fékk það. Ég vann við þetta fram á vor 1956 þegar ákveðið var að fjölga Íslendingum í slökkviliðinu og þá gerðist ég slökkviliðsmaður.
Ég hef haft mjög gaman að þessu og unnið hjá sérstaklega góðum húsbændum í varnarliðinu. Það er oft smá misskilningur hjá fólki þegar talað er um slökkvilið varnarliðsins. Þetta er ekki bara slökkvilið,” segir Haraldur og útskýrir svo aðeins nánar. „Árið 1951 var ákveðið í samráði við íslenska ríkið að stofna slökkvilið á Keflavíkurflugvelli sem bandaríska ríkið myndi veita forstöðu og borga rekstur þess. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli er ekki síður slökkvilið íslenska ríkisins en varnarliðsins. 77% af okkar þjónustu við flug er fyrir almennt flug en ekki nema 23% fyrir herflug. Við eigum ekkert annað slökkvilið á Keflavíkurflugvelli og höfum aldrei átt. Við rekum þar að auki líka alla flugþjónustu fyrir herinn og Keflavíkurflugvöll sem snýr að því að halda flugbrautum auðum fyrir flugvélar sem eru að koma inn til lendingar. Þá sjáum við einnig um alla flugfrakt og vöruflutninga fyrir herinn, þar á meðal sprengjuflutninga,” segir Haraldur og bætir við að 160 Íslendingar vinni við slökkviliðið.
Starfsmenn Keflavíkurflugvallar hitt eiginlega varnarlið
Það er greinilegt á Haraldi að hann hefur kunnað því vel að vinna hjá varnarliðinu. „Hér hafa menn leyfi til að sýna frumkvæði í starfi. Þar að auki eru Bandaríkjamenn ekki bara að horfa á menntunina sem maður hefur heldur einnig hvað maður hafi sjálfur til brunns að bera sem gæti nýst í starfinu. Ég hef svo aftur fari á mörg námskeið á þeirra vegum á ferlinum.”
Haraldur segir að starfmennirnir á Keflavíkurflugvelli sé hið eiginlega varnarlið. „Við höfum séð um að flugvélarnar og herinn geti athafnað sig yfirleitt. Íslenski hópurinn er búinn að vera þarna að meðaltali í um 30 ár hver og það er hið eiginlega varnarlið sem sér um að Keflavíkurflugvöllur geti verið í gangi. Og ég sé ekki fram á annað en að það geti verið í góðu lagi áðan.”
Og hann nefnir nærtækt dæmi um varnarvinnuna. „Íslensku varnarliðsmennirnir á Keflavíkurflugvelli eru sennilega verðmætustu hendur sem nokkurn tíman hafa verið í vinnu á Íslandi og fæstir vita hvað þeir eru í raun og veru að gera. Menn fara bara til Kanaríeyja en vita ekki að það fer slökkviliðsmaður eftir brautinni á undan flugvélinni og skýtur mávinn á brautinni svo að vélin geti örugglega farið með þá þangað. Þetta erum við að borga og skjótum allt upp í 4.000 fugla á ári á þennan hátt.
Þorði ekki að eiga Moskvits
Haraldur hefur upplifað gríðarlegar breytingar í starfi sínu, ekki hvað síst frá því Kalda stríði var í algleymingi. „Það hefur breyst mikið frá því að við þurfum að varast kommúnistana. Það hafa vissulega alltaf verið til hryðjuverkamenn þó að þeir hafi verið kallaðir eitthvað annað en ógnin hefur verið meiri gagnvart heimsbyggðinni þegar heimsveldin ógna hvert örðu með kjarnorkusprengjum. Í dag sér maður t.d. þyrlur bandaríska flughersins fara í stóra rússneska vöruflutningavél til að flytja þær á sýningu eða æfingasvæði í Evrópu. Þetta er gríðarleg breyting frá því ég var ungur maður og maður vogaði sér ekki að eiga Moskvits eða Skoda þegar maður vann á vellinum! Nú hefur vindinn hins vegar lægt og það er kannski spurning hvort það þurfi að hafa hervélar á Íslandi. Þær geta kannski alveg eins sinnt hlutverki sínu ef þær eru staðsettar meira miðsvæðis, t.d. í Skotlandi.”
Það eru ekki óheiðarlegir menn sem eru við stjórnvölinn í Bandaríkjunum
Nú erum við aðeins komin inn í umræðuna um veru hersins hér á landi sem er mikil þessa dagana. Haraldur hefur sínar skoðanir á þeim málum. „Herinn hefur verið hér í rúm 50 ár sem hefur þýtt að íslenska þjóðin hefur getað andað nokkuð rólega gagnvart ágangi þeirra sem vilja hafa af okkur verðmæti okkar. Mín reynsla af þessu fólki er sú að ég veit ekki til þess að þeir hafi nokkurn tíma veist að vinum sínum. Það eru ekki óheiðarlegir menn sem eru við stjórnvölinn í Bandaríkjunum en þeir eru líklega harðir business-menn sem vilja skoða hvort hugsanlega sé hægt að gera þessa hluti öðruvísi - eins og allt heilbrigt fólk gerir. Íslendingar eru það heppnir að eiga styrka stjórn, mjög athugula og yfirvegaða menn sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Þeir munu tryggja það að við getum sofið róleg í rúmum okkar vitandi það að enginn getur læðst að okkur.”
Kínverjar og olíurisar
Haraldur nefnir þessi mál í öðru samhengi. „Mér finnst skrítið að þegar þessi umræða kom upp fyrir nokkrum árum um að bandaríski herinn færi frá Íslandi kom einhver kínversk sendinefnd hingað í kurteisisheimsókn. Þeir vildu sjá landið og orkuna, heimsækja íslenskar fjölskyldur og sjá hvernig þær búa. Eitt árið komu menn frá Kanada sem vildu setja upp bensínstöðvar á Íslandi og höfðu greinilega kynnt sér málið vel. En um leið og umræðan um brottför hersins þagnaði hættu þeir að hafa áhuga fyrir Íslandi. Þetta sýnir að það er peningaveldi sem vill gleypa þjóðina. Það getur vel verið að það sé slæmt menningarlega séð að hafa erlendan her í landinu þó vinveittur sé, en það er enn verra að fá inn flóð af peningum. Þá fer sjálfstæðið og það höfum getað verndað með því að verða hvorki háð erlendum her né peningavaldi.”
Haraldur segist bíða spenntur eftir því hvernig gangi að semja við Bandaríkjamenn. „Vonandi verður sama stefnan áfram um að vernda lýðræðisþjóðfélag þannig að það fái frið fyrir öðrum öflum sem vilja kúga frjálst fólk. Því miður er alltof mikið af slíkum öflum,” segir Haraldur að lokum.