Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugvallarslökkvilið æfir í nýju
Fimmtudagur 19. júní 2003 kl. 15:30

Flugvallarslökkvilið æfir í nýju "geimskipi"

Slökkvilið varnarliðsins hefur tekið í notkun nýjan og byltingarkenndan slökkvihermi sem líkir eftir eldi í flugvélum og gerir kleyft að þjálfa slökkviliðsmenn við raunverulegar aðstæður af fyllsta öryggi og án umhverfisspjalla. Í herminum er notast við gasloga sem stjórnað er á fullkominn hátt svo líkja megi eftir aðstæðum sem mæta slökkviliðsmönnum við björgun fólks úr brennandi flugvélum. Ekki er því lengur þörf á að kinda stóra olíuelda á flugvellinum til æfinga og öryggi slökkviliðsmanna að sama skapi tryggt við æfingar. Bandaríkjafloti hefur þegar tekið 15 slík tæki í þjónustu sína og er áætlað að þau verði 30 alls auk smærri útgáfu sem nota má um borð í flugmóðurskipum.

Nýi búnaðurinn sem kostar 37 milljónir króna og hefur verið tekinn í notkun.

Myndin: Frá æfingu í nýja herminum á Keflavíkurflugvelli. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024