Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 27. nóvember 2003 kl. 17:02

Flugstöðin sýknuð

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Samkeppnisráð voru sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en Íslenskur markaður hf. stefndi báðum aðilum í júlíbyrjun til ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnisemála í forvalsmálinu frá 7. apríl á þessu ári. Sá úrskurður féll Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. í vil. Í fréttatilkynningu frá Flugstöðinni segir:

„Íslenskur markaður hf. (ÍM) stefndi í júlíbyrjun Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE hf.) og samkeppnisráði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála í forvalsmálinu frá 7. apríl 2003, sem hafði fallið FLE hf. í vil, eins og flestum er kunnugt.  Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í gær, 26. nóvember. 
 
Í dómsorði Héraðsdóms segir: „Stefndu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og samkeppnisráð, eru sýknaðir af kröfum stefnanda, Íslensks markaðar hf., í máli þessu.”

Dómurinn gengur út frá þeirri forsendu að ákvæði laga um stofnun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf nr. 76/200 séu sérlög og gangi framar ákvæðum samkeppnislaga. Héraðsdómur fellst á með áfrýjunarnefnd samkeppnismála „að það sé undir stefnda, Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., komið hvort og að hvaða marki félagið felur öðrum aðilum að annast þjónustu við farþega í flugstöðinni og jafnframt að af því leiði að félaginu sé heimilt að ákveða sjálft það húsnæði í fríhöfninni sem það tekur til notkunar undir verslunarrekstur eða þjónustu, svo og að ákveða hvaða vörur eða þjónustu það tekur til sölumeðferðar.”

Það er staðfest með þessum dómi að forval um val á rekstraraðilum í flugstöðinni, forsendur þess og umfang hafi verið lögmætt. Tilgangur með forvalinu er að auka þjónustu við farþega, tryggja meiri fjölbreyttni í vöruúrvali og þjónustu, ásamt því að opna fyrir aðgang að markaði fyrir verslun og þjónustu í flugstöðinni.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024