Flugstöð Leifs Eiríkssonar rekin með tapi
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. var rekin með 272 milljón króna tapi á síðasta ári. Vegna þess að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. tók til starfa 1. október 2000 eru ekki til tölur fyrir það ár.Rekstrartekjur Flugstöðvarinnar námu á síðasta ári 4.261 milljón króna og rekstrargjöldin 2.954 milljónum króna. Afskriftir voru 571 milljón krónur og fjármagnsgjöldin 1.076 milljónir. Eigið fé Flugstöðvarinnar var um áramót 3.404 milljónir króna.
Fjárfestingar Flugstöðvarinnar námu 1.379 milljónum króna á síðasta ári. Nýframkvæmdir við fasteignir félagsins kostuðu um 1.003 milljónir króna og ber þar hæst frágangur á suðurbyggingunni.
Ekki voru tekin ný lán vegna fjárfestinga ársins 2001 heldur voru þær alfarið fjármagnaðar úr rekstri. Veltufé frá rekstri nam 889 milljónum, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.
Fjárfestingar Flugstöðvarinnar námu 1.379 milljónum króna á síðasta ári. Nýframkvæmdir við fasteignir félagsins kostuðu um 1.003 milljónir króna og ber þar hæst frágangur á suðurbyggingunni.
Ekki voru tekin ný lán vegna fjárfestinga ársins 2001 heldur voru þær alfarið fjármagnaðar úr rekstri. Veltufé frá rekstri nam 889 milljónum, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.