Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Íþróttaakademían í samstarf
Föstudagur 7. september 2007 kl. 16:16

Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Íþróttaakademían í samstarf

Undirritaður hefur verið styrktar- og samstarfssamningur á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Íþróttaakademíunnar. FLE styrkir Íþróttaakademíuna til að halda íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára. Um er að ræða tvö 8 vikna námskeið og hófst fyrra námskeiðið 25. ágúst sl. Námskeiðin eru uppbyggð með það að markmiði að efla alhliða þroska barna og er það gert með fjölbreyttum íþróttaæfingum, söng og leikjum. “Námskeið sem þessi hafa ekki verið í boði fyrir yngstu börnin í Reykjanesbæ áður. Við teljum mikilvægt að styðja við bakið á verkefni sem þessu og með því stuðla að jákvæðu viðhorfi yngstu kynslóðarinnar til íþróttaiðkunnar í framtíðinni”, segir Hrönn Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs FLE. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024