VÍS
VÍS

Fréttir

Flugstöð Leifs Eiríkssonar meðal bestu flugstöðva í heimi
Miðvikudagur 11. febrúar 2009 kl. 15:55

Flugstöð Leifs Eiríkssonar meðal bestu flugstöðva í heimi

Þjónusta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er framúrskarandi að mati alþjóðasamtaka flugvallarrekenda – Airports Council International. Í gæðakönnun samtakanna sem gerð er meðal flugfarþega á helstu flugvöllum var flugstöðin valin í fyrsta sæti evrópskra flugstöðva á fjórða ársfjórðungi síðasta árs fyrir kurteisi og hjálpfýsi starfsfólks, þægindi við að skipta um flug, aðgengi að verslunum og bankaþjónustu, hreinleika, kjarakaup í verslunum (value for money) og biðtíma eftir farangri. Stöðin hlaut annað sæti fyrir notarlegt andrúmsloft og þriðja sæti fyrir öryggistilfinningu farþega. Jafnframt var Flugstöð Leifs Eiríkssonar valin þriðja besta flugstöð í Evrópu í heildaránægju farþega og áttunda besta flugstöð í heimi í flokki flugstöðva með færri en 5 milljónir farþega.
 
Könnun ACI nær til 127 flugvalla um allan heim. Farþegar eru fengnir til að svara spurningum um tiltekna þjónustuþætti og birtast niðurstöður ársfjórðungslega

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Dubliner
Dubliner