Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugslysaæfingu frestað vegna ófyrirséðra atburða
Föstudagur 11. nóvember 2011 kl. 15:43

Flugslysaæfingu frestað vegna ófyrirséðra atburða


Umfangsmestu flugslysaæfingu landsins sem halda á Keflavíkurflugvelli á morgun hefur verið frestað vegna ófyrirséðra atburða. Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum eru uppteknar við leit af sænskum ferðamanni á Suðurlandi og hafa verið síðasta sólarhringinn. Mikið mæðir því á björgunarsveitunum sem spila mikilvægt hlutverk í flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar. Æfingin verður þess í stað haldin næsta vor.


Flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á eða við Keflavíkurflugvöll. Æfingin sem halda átti á morgun er almannavarnaæfing þar sem allir viðbragðsþættir fyrstu klukkustundir eftir slys eru prófaðir. Líkt er eftir flugslysi við lendingu á Keflavíkurflugvelli og æfð samvinna viðbragðsaðila með áherslu á samhæfingu og virkni áætlunarinnar. Æfingin er umfangsmesta viðbragðæfing vegna flugsamgangna sem haldin er í landinu með reglubundnum hætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þátttakendur í æfingunni eru allir viðbragðsaðilar á Suðurnesjum auk viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, flugvallarstarfsmenn, slökkvilið, lögregla, landhelgisgæsla, björgunarsveitir, sjúkrahús, Rauði krossinn, flugrekendur og flugafgreiðsluaðilar, prestar og rannsóknaraðilar ásamt samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík auk sjálfboðaliða sem leika munu flugfarþega og aðstandendur, alls tæplega 300 manns. Undirbúningur æfingarinnar hefur staðið um allangt skeið en svo umfangsmikil æfing var síðast haldin á Keflavíkurflugvelli vorið 2009.


Þessari æfingu hefur sem sagt verið fram á næsta vor.