Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Flugskýlið fyllt af froðu
  • Flugskýlið fyllt af froðu
Fimmtudagur 19. október 2017 kl. 15:57

Flugskýlið fyllt af froðu

Innan skamms mun Icelandair taka í notkun nýtt flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Áður en það verður gert þurfa ýmis öryggispróf að fara fram. Eitt af þeim er að prófa froðukerfið, sem er slökkvikerfi í húsinu, en það var gert í morgun, segir á fésbókarsíðu Brunavarna Suðurnesja.
 
 
Prófið gekk út á það að froðu var hleypt á blásara í loftinu og froðan látin ná 3 metra hæð en hæðin í skýlinu er 19 metrar. Blásarnir eru knúnir þremur dælum sem dæla 7000 l/m hver. 
 
Prófunin tókst en ærið verkefni beið svo slökkviliðs og verktaka að fella froðuna niður.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024