Flugráð segir aðeins tvo flugvallarkosti koma til greina
Flugráð hefur gert samþykkt um staðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflug á
suðvesturhorninu og er þar ítrekuð fyrri afstaða ráðsins að valið standi á milli flugvallar í Vatnsmýri eða flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur. Er samþykktin gerð vegna skýrslu Stefáns Ólafssonar sem birt var í vikunni þar sem niðurstaðan var að hagkvæmasti kosturinn væri nýr flugvöllur í Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar en flugráð segir að sá kostur sé langversti kosturinn út frá flugtæknilegu sjónarmiði.Þetta kemur fram á mbl.is
Flugráð segist hafa mjög viðamiklar athugasemdir bæði við aðferðafræði og niðurstöðu
skýrslu Stefáns.
Í fyrsta lagi þykir ráðinu sérkennilegt að Stefán skuli telja sig geta borið saman valkosti
eingöngu á grundvelli efnahagslegra og samfélagslegra þátta. Það sem meginmáli skipti
fyrir flugvöll sé flugöryggi sem byggist á flugtæknilegum atriðum. Flugvöllur í Hvassahrauni
sé langversti kosturinn út frá flugtæknilegu sjónarmiði en ráðið segir að skýrsluhöfundur telji
það ekki skipta máli.
Þá gagnrýnir ráðið að engar sérstakar veðurathuganir hafi verið gerðar vegna tillögugerðar
um innanlandsflugvöll í Hvassahrauni. Flugmálastjórn hafi gert athugun og flugprófanir á
þessu svæði fyrir þrjátíu árum og niðurstaðan var að það væri ekki heppilegt fyrir flugvöll
sem ætti að sinna áætlunarflugi. Ástæðan væri nálægð við fjöll sem mynda hindranir og
búa til ókyrrð.
Í öðru lagi sé sérkennilegt að sjá alla þá þætti sem bornir væru saman hafa sama vægi.
Sem dæmi mætti nefna að liðirnir „áhrif staðsetningar á ferðakostnað farþega" og
„kostnaður fyrir sjúkraflug" vægju hvor um sig jafn mikið og „flug yfir byggð á
höfuðborgarsvæðinu" sem búið væri að sýna fram á að ylli óverulegri áhættu.
Í þriðja lagi hefði þjóðhagsleg hagkvæmni Reykjavíkurflugvallar byggst á því að aukinn
ferðatími yki ferðakostnað. Skýrsluhöfundur kysi að nota ekki tölur úr skýrslu
Hagfræðistofnunar um ferðakostnað heldur flokki hann sem „lítinn", „nokkur", „mikill". Á hinn
bóginn væru notaðar tölur um landverð í Vatnsmýri úr sömu skýrslu og höfundur gætti
þess síðan að segja að lóðaverð hafi hækkað. Til að gæta jafnvægis hefði, að mati
flugráðs, verið eðlilegt að nota tölur um ferðakostnað og geta þess jafnframt að sá
útreikningur byggist á launakostnaði en laun hafi hækkað verulega síðan 1996 sem þýði
aukinn ferðakostnað.
Í fjórða lagi bæri að hafa að flugvöllur í Hvassahrauni væri staðsettur miðja vegu milli
Reykjavíkur og Keflavíkur. Nálægðin við Keflavíkurflugvöll hlyti að vekja upp spurningar
um skynsemi fjárfestingarinnar. Álitamál væri hvort flugrekendur sem væru með flugrekstur í
Keflavík myndu telja sér hag í því að byggja upp aðstöðu á tveimur nánast samliggjandi
flugvöllum.
Í samþykkt flugráðs vegna skýrslu Stefáns Ólafssonar segir ennfremur:
„Það eru ekki ýkjur sem fram koma í skýrslunni að samanburður á valkostum er ekki
hávísindalegur. Það er mjög auðvelt að skilja það sjónarmið að staðsetning
Reykjavíkurflugvallar veki upp spurningar um skipulagsmál höfuðborgarinnar. Það er hins
vegar kominn tími til að skoða málið raunhæft og borgarbúar og helst landsmenn allir greiði
atkvæði um skýra og raunhæfa kosti, sem að mati flugráðs eru Reykjavíkurflugvöllur í
Vatnsmýri eða innanlandsflug flytjist til Keflavíkur.
Við samanburð þessara valkosta eru ákveðin meginatriði sem skipta máli og það eru í raun
þessir þættir sem kosið verður um:
Reykjavíkurflugvöllur áfram í Vatnsmýri: Þjóðhagslega hagkvæm lausn vegna lágs
ferðakostnaðar. Öllum landsmönnum tryggður eins góður aðgangur að hátæknisjúkrahúsum
og hægt er. Höfuðborgin uppfyllir skyldur sínar um aðgengi að heilsugæslu og stjórnsýslu.
Innanlandsflug til Keflavíkur: Höfuðborgin fær 100 hektara lands sem býður upp á
þéttingu byggðar sem er afar umdeild meðal borgaranna. Íbúar höfuðborgarinnar losna við
hávaðamengun sem þeir telja sig verða fyrir. (Búið er að sýna fram á með skýrslu um
áhættumat að áhættan er óveruleg.)"
suðvesturhorninu og er þar ítrekuð fyrri afstaða ráðsins að valið standi á milli flugvallar í Vatnsmýri eða flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur. Er samþykktin gerð vegna skýrslu Stefáns Ólafssonar sem birt var í vikunni þar sem niðurstaðan var að hagkvæmasti kosturinn væri nýr flugvöllur í Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar en flugráð segir að sá kostur sé langversti kosturinn út frá flugtæknilegu sjónarmiði.Þetta kemur fram á mbl.is
Flugráð segist hafa mjög viðamiklar athugasemdir bæði við aðferðafræði og niðurstöðu
skýrslu Stefáns.
Í fyrsta lagi þykir ráðinu sérkennilegt að Stefán skuli telja sig geta borið saman valkosti
eingöngu á grundvelli efnahagslegra og samfélagslegra þátta. Það sem meginmáli skipti
fyrir flugvöll sé flugöryggi sem byggist á flugtæknilegum atriðum. Flugvöllur í Hvassahrauni
sé langversti kosturinn út frá flugtæknilegu sjónarmiði en ráðið segir að skýrsluhöfundur telji
það ekki skipta máli.
Þá gagnrýnir ráðið að engar sérstakar veðurathuganir hafi verið gerðar vegna tillögugerðar
um innanlandsflugvöll í Hvassahrauni. Flugmálastjórn hafi gert athugun og flugprófanir á
þessu svæði fyrir þrjátíu árum og niðurstaðan var að það væri ekki heppilegt fyrir flugvöll
sem ætti að sinna áætlunarflugi. Ástæðan væri nálægð við fjöll sem mynda hindranir og
búa til ókyrrð.
Í öðru lagi sé sérkennilegt að sjá alla þá þætti sem bornir væru saman hafa sama vægi.
Sem dæmi mætti nefna að liðirnir „áhrif staðsetningar á ferðakostnað farþega" og
„kostnaður fyrir sjúkraflug" vægju hvor um sig jafn mikið og „flug yfir byggð á
höfuðborgarsvæðinu" sem búið væri að sýna fram á að ylli óverulegri áhættu.
Í þriðja lagi hefði þjóðhagsleg hagkvæmni Reykjavíkurflugvallar byggst á því að aukinn
ferðatími yki ferðakostnað. Skýrsluhöfundur kysi að nota ekki tölur úr skýrslu
Hagfræðistofnunar um ferðakostnað heldur flokki hann sem „lítinn", „nokkur", „mikill". Á hinn
bóginn væru notaðar tölur um landverð í Vatnsmýri úr sömu skýrslu og höfundur gætti
þess síðan að segja að lóðaverð hafi hækkað. Til að gæta jafnvægis hefði, að mati
flugráðs, verið eðlilegt að nota tölur um ferðakostnað og geta þess jafnframt að sá
útreikningur byggist á launakostnaði en laun hafi hækkað verulega síðan 1996 sem þýði
aukinn ferðakostnað.
Í fjórða lagi bæri að hafa að flugvöllur í Hvassahrauni væri staðsettur miðja vegu milli
Reykjavíkur og Keflavíkur. Nálægðin við Keflavíkurflugvöll hlyti að vekja upp spurningar
um skynsemi fjárfestingarinnar. Álitamál væri hvort flugrekendur sem væru með flugrekstur í
Keflavík myndu telja sér hag í því að byggja upp aðstöðu á tveimur nánast samliggjandi
flugvöllum.
Í samþykkt flugráðs vegna skýrslu Stefáns Ólafssonar segir ennfremur:
„Það eru ekki ýkjur sem fram koma í skýrslunni að samanburður á valkostum er ekki
hávísindalegur. Það er mjög auðvelt að skilja það sjónarmið að staðsetning
Reykjavíkurflugvallar veki upp spurningar um skipulagsmál höfuðborgarinnar. Það er hins
vegar kominn tími til að skoða málið raunhæft og borgarbúar og helst landsmenn allir greiði
atkvæði um skýra og raunhæfa kosti, sem að mati flugráðs eru Reykjavíkurflugvöllur í
Vatnsmýri eða innanlandsflug flytjist til Keflavíkur.
Við samanburð þessara valkosta eru ákveðin meginatriði sem skipta máli og það eru í raun
þessir þættir sem kosið verður um:
Reykjavíkurflugvöllur áfram í Vatnsmýri: Þjóðhagslega hagkvæm lausn vegna lágs
ferðakostnaðar. Öllum landsmönnum tryggður eins góður aðgangur að hátæknisjúkrahúsum
og hægt er. Höfuðborgin uppfyllir skyldur sínar um aðgengi að heilsugæslu og stjórnsýslu.
Innanlandsflug til Keflavíkur: Höfuðborgin fær 100 hektara lands sem býður upp á
þéttingu byggðar sem er afar umdeild meðal borgaranna. Íbúar höfuðborgarinnar losna við
hávaðamengun sem þeir telja sig verða fyrir. (Búið er að sýna fram á með skýrslu um
áhættumat að áhættan er óveruleg.)"