Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugliðinn enn í haldi
Miðvikudagur 17. ágúst 2005 kl. 21:09

Flugliðinn enn í haldi

Stúlkan sem var myrt á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldið hét Ashley Turner og var fædd þann 20. mars árið 1985 í Fredrick í Marylandríki. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður. Hún gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi og að þjálfun lokinni kom hún til starfa í tæknideild björgunarsveitar varnarliðsins. Ferill hennar í bandaríkjaher var til fyrirmyndar og verður minningarathöfn um hana haldin á Keflavíkurflugvelli, n.k. miðvikudag, 24. ágúst. Hugur varnarliðsins og íbúa Keflavíkurflugvallar er hjá fjölskyldu hennar, vinum og samstarfsfólki.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá varnarliðinu sem barst Víkurfréttum nú undir kvöld. Þar segir enn fremur að hún hafi verið meðvitundarlaus með áverka á höfði og hálsi þar sem hún fannst í setustofu íbúðaskála síns nr. 762 á Keflavíkurflugvelli. Var hún þá flutt í skyndi á sjúkrahús varnarliðsins en var úrskurðuð látin klukkan 22:56.

Um rannsóknina segir þetta í tilkynningunni:

„Rannsókn á láti stúlkunnar stendur yfir á vegum glæparannsóknardeilda flughers og flota ásamt herlögreglu og Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Eru sérfræðingar í réttarrannsóknum komnir til landsins til aðstoðar. Liðsmaður flugliðs varnarliðsins og íslensk stúlka voru tekin til yfirheyrslu vegna málsins og er flugliðanum haldið í gæslu vegna gruns um að hafa valdið dauða stúlkunnar.“

Myndin: Íbúðablokkin þar sem voðaverkið var framið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024