Flugleiðir segja ástandið á Keflavíkurflugvelli óviðunandi
Það er að mati Flugleiða óviðunandi að aðeins ein flugbraut af þremur skuli vera opin á Keflavíkurflugvelli fram til 23. september eins og boðað hefur verið og það er að mati félagsins ekki unnt að halda uppi eðlilegum flugsamgöngum til og frá landinu á þessum árstíma við þær aðstæður. Verulegar truflanir urðu á flugi Flugleiða í gærkvöldi og nótt.Í gærkvöldi og nótt urðu verulegar truflanir á millilandaflugi Flugleiða, vegna framkvæmda við flugbraut á Keflavíkurflugvelli og hvassviðrisins sem gekk yfir landið. Fjórar Boeing 757 vélar Flugleiða áttu samkvæmnt áætlun að lenda á Keflavíkurflugvelli þegar hvassviðrið stóð sem hæst, en vindurinn stóð þvert á þá einu flugbraut sem opin er.
Vél sem var að koma frá Kaupmannahöfn varð fyrst frá að hverfa og lenti hún um klukkan 21.00 í Reykjavík. Farþegar fóru þar frá borði og farþegar sem biðu á Keflavíkurflugvelli eftir brottför til Kaupmannahafnar voru fluttir til Reykjavíkur og fór vélin þaðan til Kaupmannahafnar í nótt.
Vél sem var að koma frá Krít um klukkan 21:30 varð einnig frá að hverfa og þá var veður einnig orðið mjög slæmt í Reykjavík. Hún lenti því á flugvellinum á Egilsstöðum um klukkan 11:00. Þar var tekið eldsneyti og beðið eftir því að veðrið lægði í Keflavík. Vélin lenti síðan þar um klukkan 4 í nótt.
Tvær vélar, sem voru að koma frá London og París voru fyrst látnar bíða ytra á meðan versta veðrið gekk yfir en lögðu síðan af stað til landsins. Þegar komið var að landinu varð ljóst að ekki reyndist enn unnt að lenda á þeirri einu flugbraut sem opin var í Keflavík og því var vélunum snúið til Glasgow. Þá buðu aðstæður ekki upp á lendingu í Reykjavík, á Akureyri né á Egilstöðum, þar sem ekki var til staðar nægilegt flugeldsneyti.
Alls voru 263 farþegar um borð í vélunum tveimur, sem lentu í Glasgow upp úr klukkan þrjú í nótt. Vegna stórrar ráðstefnu í Glasgow og Edinborgarhátíðarinnar reyndist ekki unnt að finna hótelpláss fyrir fólkið þó leitað væri til 120 hótela. Það hefur því hafst við í flugstöðvarbyggingunni og fangið þar mat og drykk. Vegna reglna um hvíldartíma áhafna í farþegaflugi verður vélunum flogið heim nú um hádegisbilið og eru þær væntanlegar um klukkan 14.00 til landsins.
Þetta hefur valdið nokkrum töfum á áætlun Flugleiða í dag og en hún verður væntanlega með eðlilegum hætti í fyrramálið.
Frétt af Vísi.is
Vél sem var að koma frá Kaupmannahöfn varð fyrst frá að hverfa og lenti hún um klukkan 21.00 í Reykjavík. Farþegar fóru þar frá borði og farþegar sem biðu á Keflavíkurflugvelli eftir brottför til Kaupmannahafnar voru fluttir til Reykjavíkur og fór vélin þaðan til Kaupmannahafnar í nótt.
Vél sem var að koma frá Krít um klukkan 21:30 varð einnig frá að hverfa og þá var veður einnig orðið mjög slæmt í Reykjavík. Hún lenti því á flugvellinum á Egilsstöðum um klukkan 11:00. Þar var tekið eldsneyti og beðið eftir því að veðrið lægði í Keflavík. Vélin lenti síðan þar um klukkan 4 í nótt.
Tvær vélar, sem voru að koma frá London og París voru fyrst látnar bíða ytra á meðan versta veðrið gekk yfir en lögðu síðan af stað til landsins. Þegar komið var að landinu varð ljóst að ekki reyndist enn unnt að lenda á þeirri einu flugbraut sem opin var í Keflavík og því var vélunum snúið til Glasgow. Þá buðu aðstæður ekki upp á lendingu í Reykjavík, á Akureyri né á Egilstöðum, þar sem ekki var til staðar nægilegt flugeldsneyti.
Alls voru 263 farþegar um borð í vélunum tveimur, sem lentu í Glasgow upp úr klukkan þrjú í nótt. Vegna stórrar ráðstefnu í Glasgow og Edinborgarhátíðarinnar reyndist ekki unnt að finna hótelpláss fyrir fólkið þó leitað væri til 120 hótela. Það hefur því hafst við í flugstöðvarbyggingunni og fangið þar mat og drykk. Vegna reglna um hvíldartíma áhafna í farþegaflugi verður vélunum flogið heim nú um hádegisbilið og eru þær væntanlegar um klukkan 14.00 til landsins.
Þetta hefur valdið nokkrum töfum á áætlun Flugleiða í dag og en hún verður væntanlega með eðlilegum hætti í fyrramálið.
Frétt af Vísi.is