Flugleiðir kaupa tvær nýjar breiðþotur
Flugleiðir skrifuðu undir samning í dag við Boeing-verksmiðjurnar um smíði á tveimur Boeing 787 Dreamliner breiðþotum fyrir áætlunarflug Icelandair, og kauprétt á fimm til viðbótar. Þetta kemur fram á mbl.isHeildarverðmæti flugvélanna tveggja samkvæmt verðskrá er um 240 milljónir bandaríkjadala, eða um 15 milljarðar íslenskra króna. Flugleiðir eru fyrsta evrópska flugfélagið sem semur um kaup á þessum vélum en gert er ráð fyrir að þær verði afhentar árið 2010.
Af mbl.is








