Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugleiðir: Hlutafé selt fyrir 3,8 milljarða
Fimmtudagur 11. nóvember 2004 kl. 14:36

Flugleiðir: Hlutafé selt fyrir 3,8 milljarða

Hlutafjárútboði Flugleiða hf. lauk í dag. Hlutir voru seldir að nafnverði 420 milljónir króna á genginu 9,10. Söluverð hlutafjárins nemur því rúmum 3,8 milljörðum króna en hlutafjárútboðinu var í höndum fagfjárfesta. Alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa hlutafé fyrir tæpa 6 milljarða króna. Umframeftirspurn var því 56,4% en þetta kemur fram á vefsíðu Kauphallar Íslands í dag.
 
Stjórn félagsins hafði ákveðið að selja 350-420 milljónir hluta, sbr. tilkynningu félagsins frá 3. nóvember síðastliðnum. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að selja hlutafé að nafnverði 420 milljónir króna. Hlutaféð, sem selt var í hlutafjárútboðinu, skiptist í nýja hluti og eigin hluti. Á stjórnarfundi, sem haldinn var í Flugleiðum hf. eftir lokun markaða í gær var ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 230 milljónir króna að nafnverði með útgáfu 230 milljóna nýrra hluta. Hinir nýju hlutir veita hluthöfum félagsins sömu réttindi og aðrir hlutir í því frá skrásetningardegi hlutafjárhækkunarinnar sem fyrirhuguð er í næstu viku. Þar var jafnframt samþykkt að selja eigin hluti félagsins að nafnverði 190 milljónir króna.
 
Heildarhlutafé félagsins eftir hækkun er 2.537.000.000 krónur að nafnverði sem skiptist í 2.537.000.000 hluti. Umsjónaraðili útboðsins var Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings Búnaðarbanka hf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024