Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugleiðir að kaupa Bláfugl?
Þriðjudagur 8. febrúar 2005 kl. 12:09

Flugleiðir að kaupa Bláfugl?

Flugleiðir hf. og eigendur Bláfugls hf. hafa unnið að samningum um kaup Flugleiða á Bláfugli og tengdu félagi að því Ríkisútvarpið greinir frá. Í fréttum RÚV segir að stjórn Flugleiða fjallar um samningsdrögin í dag.

Bláfugl hefur verið með fimm B737-300-fraktvélar í rekstri og boðaði um mánaðamótin að Boeing 757-200 fraktflugvél yrði bráðlega tekin í notkun. Yfir 80% af starfsemi Bláfugls eða Bluebird Cargo fer fram erlendis en rekstrinum er stjórnað frá höfuðstöðvunum á Keflavíkurflugvelli. Starfsmenn Bláfugls eru nú 49 og þar af 28 flugmenn. Meirihluti flugstjóranna er þýskur en flestir flugmenn íslenskir, segir á mbl.is

Meðfylgjandi mynd er af vef Bláfugls.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024