Flugleiðavélinni snúið til Glasgow
Þota Flugleiða sem lenda átti á Keflavíkurflugvelli klukkan 13:03 með yfir 100 farþega innanborðs varð frá að hverfa vegna veðurs og er hún á leið til Glasgow en þaðan var vélin að koma. Pétur Bjarnason, starfsmaður í flugumsjón í Keflavík sagði í samtali við Víkurfréttir að vegna mikillar ókyrrðar yfir landinu hefði verið ákveðið að snúa vélinni aftur til Glasgow.Pétur sagði að vonast væri til að Flugleiðavélar sem eiga að lenda á Keflavíkurflugvelli um hálf fjögur í dag gætu lent, en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun veðrið ganga niður seinnipartinn í dag og í kvöld.