Flugleiðavél gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli
Flugleiðavél sem var að koma frá Glasgow og átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 13.03 gat ekki lent vegna veðurofsa á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mælist nú vindhraði á Keflavíkurflugvelli 25 metrar á sek. en í hviðum mælist vindhraði 34 metrar á sekúndu sem er fárviðri.