Flughálka á Brautinni um miðnætti
Reykjanesbrautin er fljúgandi hál á kafla að sögn vegfaranda sem hafði samband við flrettamann vf.is um miðnættið. Hann sagði bíla ekki fara hratt yfir og suma hverja vera „þvers og kruss“ í hálkunni.Sjúkraflutningsmenn í Keflavík eru þess viðbúnir að vera á ferðinni í hálkuslys í nótt en nú gengur á með éljum á Suðurnesjum og hætt við hálku víða.