Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugfreyjur Icelandair: Flugvélamatur ekki skemmtilegur til lengdar
Þriðjudagur 6. febrúar 2007 kl. 00:02

Flugfreyjur Icelandair: Flugvélamatur ekki skemmtilegur til lengdar

Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við Sjónvarpið í kvöld að flugfreyjur og flugþjónar Icelandair fá ekki sama mat í vinnunni og flugmennirnir. Þær eru ekki sáttar enda þykir venjulegur flugvélamatur ekki skemmtilegur til lengdar.

Samkvæmt reglum um flug almennt borða flugmennirnir ekki báðir sama matinn í öryggisskyni ef eitthvað skyldi vera að. Að sögn Sigrúnar hefur mismunandi matseðill flugmanna og flugfreyja eða flugþjóna hinsvegar ekkert með það að gera. Og hún segist ekki þekkja önnur dæmi um stéttaskiptan matseðil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024