Flugfarþegi úrskurðaður látinn á Keflavíkurflugvelli
Farþegi sem veiktist um borð í flugvél sem var á leið frá Brussel til Washington var úrskurðaður látinn þegar vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli vegna veikindanna síðastliðinn föstudag. Endurlífgun var hafin meðan á fluginu stóð en hún bar ekki árangur. Í fyrradag var svo annarri vél lent á Keflavíkurflugvelli, einnig vegna veikinda farþega. Sú vél var á leiðinni frá St. Petersburg til Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Farþeginn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og svo þaðan á Landspítala til aðhlynningar.