Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugfarþegar stöðvaðir í óveðrinu - gengu að flugstöðinni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 12. janúar 2020 kl. 20:55

Flugfarþegar stöðvaðir í óveðrinu - gengu að flugstöðinni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að stöðva flugfarþega sem reynt hafa að ganga að flugstöðinni en Reykjanesbraut frá Þjóðbraut að Leifsstöð er lokuð vegna ófærðar á sunnudagskvöldi. Lögregla setti tilkynningu inn á Facebook síðu sína og hvetur fólk til að reyna ekki að ganga að flugstöðinni því ekkert flug er vegna óveðurs.

Fjöldi bifreiða eru stopp á Reykjanesbrautinni sem liggur upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögregaln biður fólk að hætta sér ekki út í óveðrið illa búin og mælir með því að fólk haldi kyrru fyrir og séu ekki að keyra að óþörfu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tilkynningin frá Lögreglu:

STÖÐVIÐ - STOP!

Aðilar sem telja sig hafa verið að missa af flugi hafa tekið upp á því að ganga upp í flugstöð til að ná flugi sínu. En engin flug eru um þessar mundir!
Töluverð hætta steðjar að þessum einstaklingum og var þeim komið í var í bifreiðum sem sitja fastar á Reykjanesbraut, að flugstöð. Við þökkum þeim vegfarendum sem aðstoðuðu með það kærlega.

Einnig segir Lögreglan:
Færð á Reykjanesbraut er orðin mjög slæm og er nú bíll við bil að flugstöð frá Þjóðbraut. Við mælum með að allir haldi kyrru fyrir og séu ekki að keyra að óþörfu.

Á þetta við um allt svæði enda er færðin að versna til muna. À þetta einnig við um Sandgerðisveg og mun hann verða ófær.

Búið er að kalla á björgunarsveit og eru þeir að vinna að því ásamt lögreglu að leysa úr vandamálum sem hafa skapast á Reykjanesbraut.