Flugeldasýning í Grindavík í kvöld
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík mun standa að veglegri flugeldasýningu við Saltfisksetrið í Grindavík í kvöld. Sýningin hefst kl. 21:00.
Flugeldasala hefst í dag kl 16:00 í Grindavík og verður opin alla daga fram á gamlársdag, einnig verður opið á þrettándanum.