Flugeldasalan mikilvæg fjáröflun björgunarsveitanna
Í dag, sunnudaginn 28. desember, hefst árleg flugeldasala björgunarsveitanna. Flugeldasalan er stærsta, og um leið mikilvægasta, fjáröflun björgunarsveita en kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu.
Í ár verða flugeldamarkaðir björgunarsveita á 112 stöðum um land allt og sem fyrr er úrvalið mikið. Helstu nýjungar eru fjórar tertur, Víkingatertan, sem skreytt er mynd af útrásarvíkingum landsins, Bankatertan, með bankamönnum, Stjórnmálatertan, með stjórnmálamönnum og Íslandstertan með íslenskum almenningi.
Í því ástandi sem nú ríkir er afar mikilvægt að styðja vel við bakið á björgunarsveitum enda hefur útköllum þeirra fjölgað mikið undanfarin ár og eru nú um 1500 á ári.
Í ár verða flugeldamarkaðir björgunarsveita á 112 stöðum um land allt og sem fyrr er úrvalið mikið. Helstu nýjungar eru fjórar tertur, Víkingatertan, sem skreytt er mynd af útrásarvíkingum landsins, Bankatertan, með bankamönnum, Stjórnmálatertan, með stjórnmálamönnum og Íslandstertan með íslenskum almenningi.
Í því ástandi sem nú ríkir er afar mikilvægt að styðja vel við bakið á björgunarsveitum enda hefur útköllum þeirra fjölgað mikið undanfarin ár og eru nú um 1500 á ári.
Meðfylgjandi er myndband, sem sjá má í vefsjónvarpinu hér á vf.is, sem sýnir Björgunarsveitina Suðurnes að störfum í óveðri í vetur þegar fiskiskip rak upp í fjöru við Njarðvíkurhöfn.