Flugeldasala og áramótabrenna í Vogum
Björgunarsveitin Skyggnir í Vogum mun vera með sína árlegu flugeldasölu nú fyrir áramótin í björgunarstöðinni í Vogum. Flugeldasalan opnar á morgun, föstudaginn 28. desember kl. 16 og er opin til kl. 22. Dagana 29. og 30. desember er opið kl. 10-22 en á gamlársdag er opið kl. 10-16.
Áramótabrenna verður í Vogum á gamlárskvöld kl. 20. Brennan verður norðan megin við íþróttahúsið. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum á brennunni, segir í tilkynningu.