Flugeldar og eftirlíkingar af vopnum í fraktvélinni
Aðgerðum lögreglu og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar vegna sprengjuhótunar í fraktflutningavél, sem lenti á Keflavíkurflugvelli seint í gærkvöldi, lauk á níunda tímanum í morgun.
Torkennilegur pakki fannst í flugvélinni sem reyndist innihalda flugelda og eftirlíkingar af vopnum.
Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er aftur orðin eðlileg.