Flugdólgur handtekinn
Flugdólgur var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld.
Áhöfnin á flugi Icelandair frá New York óskaði eftir því að lögregla tæki farþegann í sínar vörslur þegar komið yrði til Keflavíkur. Farþeginn hafði með mikil ólæti um borð en þó þurfti ekki að binda hann niður.