Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugdólgur gistir í fangahúsi
Miðvikudagur 20. ágúst 2008 kl. 08:10

Flugdólgur gistir í fangahúsi

Lögreglan á Suðurnesjum tók á móti flugdólg á Keflavíkurflugvelli í nótt og færði hann í fangahús. Lögreglan mun yfirheyra manninn þegar rennur af honum áfengisvíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Flugdólgurinn var staddur í Boeing 767 flugvél frá Delta flugfélaginu. Vélin var á leið til Moskvu frá Atlanda í Bandaríkjunum.

 

Vélin lenti rétt fyrir kl.3 nótt á í Keflavíkurflugvelli vegna hegðunar mannsins um borð. Hann var mjög ölvaður, ógnandi og ónáðaði flugfarþega. Flugháhöfnin þurfti að lokum að stemma hann niður í sæti sitt. Maðurinn er 24 ára.

Flugstjóri vélarinnar ákvað að lenda á næsta flugvelli, sem reyndist vera Keflavíkurflugvöllur og losa sig við farþegann. Unga mannsins bíður yfirheyrsla hjá lögreglunni á Suðurnesjum í dag.

 

Af vef lögreglunnar.