Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugakademía Keilis: Kaupa sex kennsluflugvélar
Föstudagur 8. ágúst 2008 kl. 11:59

Flugakademía Keilis: Kaupa sex kennsluflugvélar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á Vallarheiði er að myndast þekkingarþorp þar sem fólki gefst færi á að stunda alls kyns nám.

Hjálmar Árnason er framkvæmdastjóri samgöngu- og öryggisskóla Keilis, heldur utan um það nám sem er og verður í boði í samgöngu- og öryggisskólanum.

Hjá samgöngu- og öryggisskólanum er verið að skipuleggja nýjar námsbrautir í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Bæði eru námsbrautir í boði á framhalds- og háskólastigi. Það hafa verið starfræktir einkaflugmannaskólar hér á landi og hyggst Keilir nú fara á þann markað þar sem aðstaðan til kennslu og náms í því fagi er fyrir hendi. Hjálmar sagði að á döfinni væri verið að hefja innritun í einkaflugmanninn, verið er að ganga frá ýmsum atriðum. Ætlunin er að kaupa 6 kennsluflugvélar og í framhaldi að því getum við hafið kennslu.“


Hvað fleira verður í boði hjá ykkur?
„Á næstu vikum verðum við með Flugverndar námskeið sem er grunnnámskeið fyrir alla starfsmenn flugvalla. Við erum að taka við námsskeiðshaldinu í samstarfi við Flugmálastjórn.“
Hjálmar segir að nú sé verið að ljúka viðtölum varðandi flugfreyjunámið sem er viðurkennt framhaldsskólamenntun og verður í boði strax i haust. Aðspurður hvort uppsagnir flugáhafna hafi haft áhrif á aðsókn í námið segir hann það hafa óaðvíkjandi haft einhver áhrif á aðsóknina í námið. „Aðsóknin er eitthvað dræmari eftir að uppsagnir urðu í fluggeiranum. Námið mun engu að síður hefjast í haust en rúmlega 40 nemendur verða teknir inn í það nám.

Fjölbrautskóli Suðurnesja, framhaldsskólinn á svæðinu hefur á að skipa góðum kennurum og sértækum skólastofum. „Við erum í miklu samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja við samnýtum kennara og höfum aðganga að sértækum skólastofum í FS, eins og eðlifræðistofu;“ segir Hjálmar en hann þekkir innviði og starfsemi Fjölbrautaskólans vel þar sem hann var skólameistari í mörg ár.

Hjálmar segir að hugmynd að námskeiði fyrir öryggisverði sé einnig í bígerð hjá skólanum, „ við erum búin að gera samning við Securitas og Öryggismiðstöðina um að hefja námsbraut fyrir öryggisverði.“

„Einnig er verið að vinna að drögum fyrir almennan löggæsluskóla, þar sem saman koma landhelgisgæslan, lögreglan og tollgæsla. Nefnd á vegum dómsmálaráðuneytis vinnur nú að drögum um framkvæmd löggæsluskóla og kannar hvort grundvöllur sér fyrir því að setja hann á stofn hjá Keili. Það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að þesskonar nám hefjist hjá Keili innan tíðar.
Hjálmar sagði að öll aðstaða fyrir þesskonar löggæslunám sé til staðar á svæðinu. Hér er eitt mesta tollsvæði landsins og stórt og víðamikið lögregluembætti.
Það er ljóst að mikill hugur er hjá Keilismönnum þessa dagana. Eftirvænting eftir nýjum nemendum og allt svo nýmótað. Mikil vinna liggur að baki skipulagningarinnar til að allt gangi sem best.


Hjá samgöngu- og öryggisskólanum verða eftirfarandi námsbrautir í boði:
- Flugfreyjur/þjónar. Innritun er hafin og hefst kennsla 1. september 2008.
- Flugumferðarstjórn. Stefnt er að því að námið hefjist 1. janúar 2009. Innritun hefst 1. september 2008.
-Einkaflug. Innritun hófst 1. ágúst. Það verður kennt á nýjar flugvélar með nýjustu tækni.
-Bóklegt nám fyrir atvinnuflugmenn. Stefnt að því að nám hefjist 1. janúar 2009. Innritun hefst 1. september 2008.
-Flugvirkjun. Í samstarfi við ITS og hinn danska TEC skóla er stefnt að því að hefja námið 1. janúar 2009. Innritun í flugvirkjun hefst 1. september 2008.
- Flugvernd (grunnnámskeið fyrir alla starfsmenn flugvalla). Keilir tekur við námsskeiðahaldinu í samstarfi við Flugmálastjórn þann 1. ágúst 2008.



Það er mikill fengur fyrir Suðurnesjamenn að fá þennan nýja skóla í byggðarlagið þar sem enn fleiri geti notið menntunar í heimabyggð og nemar allstaðar geta sótt námið og búið á svæðinu.
Aðstaðan fyrir aðkomufólk er einnig til fyrirmyndar þar sem um 700 íbúðir hafa verið teknar til notkunar og námsmenn komið sér vel fyrir.


Veitingastaður er á svæðinu sem og verslunin Samkaup. Einnig eru starfæktir grunn- og leikskóli á svæðínu.


Samgöngur frá vallarheiði eru ágætar þar sem strætó fer reglulega um svæðið og í önnur hverfi Reykjanesbæjar. Bein leið og greið er til Reykjavíkur með SBK sem fer á milli með nemendur sem eru í skólum á Reykjavíkursvæðinu.


Starfsemi Keilis er nú að hefja sitt annað skólaár en í fyrra var eingöngu frumgreinadeild í boði en nú bætist margt fleira við.

Keilir heldur úti heimasíðu ef fólk vill afla sér frekari upplýsinga www.keilir.net.


Á heimasíðunni kemur fram að „Nemendahópurinn hefur stækkað svo um munar en gert er ráð fyrir að tæplega 400 nemendur stundi nám hjá Keili á haustönn. Enn er tekið við umsóknum í frumkvöðlanám og IAK einkaþjálfunarnám sem hefst í haust.“