Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Flugakademía Keilis fær vottun
Fimmtudagur 25. mars 2010 kl. 16:31

Flugakademía Keilis fær vottun

- Keilir fyrsti skólinn sem hlýtur réttindin

Flugakademína Keilis hefur fengið vottun  frá Flugmálastjórn Íslands er varðar grunnþjálfun flugfreyja og þjóna. Þjálfunin stenst allar þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar þjálfunar af hálfu evrópskra flugmáyfirvalda.


Á síðasta ári voru gerðar þær breytinga að sérstaks skírteinis varðandi grunnþjálfun er krafist til þess að flugliðar megi starfa hjá þeim flugfélögum sem heyra undir evrópsk flugmálayfirvöld (EASA).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hefur Keilir jafnframt fengið heimild til útgáfu slíkra skírteina fyrir þá  nemendur sem lokið hafa þjálfuninni og veitir það þeim fullgild réttindi til starfa hjá öllum flugrekendum sem starfa í samræmi við kröfur EASA.


Keilir er fyrsti skólinn sem hlýtur þessi réttindi hér á landi og munu nemendur, sem ljúka námi á Flugþjónustbraut nú í vor,  fá fyrstu skirteinin í hendur við útskrift.


Deildarstjóri Flugþjónustubrautar er Bryndís Blöndal en framkvæmdastjóri Keilis er Hjálmar Árnason.
 
 
Myndatexti:  Nemendur Keilis í æfingaflugi.